Nú er ég blindfullur og kemst ekki heim, blindfullur og finn ekkert geim. Ég er blindfullur og á engan aur, blindfullur og styð mig við staur. Ég ætla að hætta að drekka á morgun. Ég ætla að hætta að drekka en verst að ég er blindfullur, blindfullur, blindfullur. Verst að ég er blindfullur, blindfullur, blindfullur. Ég var í fínu formi, mig langaði á ball, fínu formi, mig fýsti á skrall. Af dívangormi ég dreif mig á rall. Í stinningsstormi skaust ég á ball. Ég ætla að hætta að drekka á morgun. Ég ætla að hætta að drekka en verst að ég er blindfullur, blindfullur, blindfullur. Verst að ég er blindfullur, blindfullur, blindfullur. Löggan kom og henti mér út, löggan kom og henti þér út, löggan kom og henti okkur út, og leigjandinn kom og allt fór í hnút. Ég ætla að hætta að drekka á morgun. Ég ætla að hætta að drekka en verst að ég er blindfullur, blindfullur, blindfullur. Verst að ég er blindfullur, blindfullur, blindfullur.